Árni Pétur Lund og Ægir Valsson munu keppa á European Judo Open Luxembourg á sunnudaginn þann 29 september. Mótið er liður í heimsbikarmótaröð sem gefur stig til heimslista, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið í Luxembourg. 50 þjóðir taka þátt en þátttakendur eru 422 alls. Árni mun keppa í 81 kg flokknum og keppir Ægir í -90 kg flokknum. Dregið verður í kvöld kl 18 að íslenskum tíma, en strákarnir munu svo hefja keppni kl 8 að íslenskum tíma.
Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér.