7. september verður haldin fræðslu- og vinnufundur á vegum Auðnast. Farið verður í uppbyggingu aðgerðaáætlunar sem er ætlað að taka á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi og ofbeldi sem á sér stað innan íþróttahreyfinga. Þjónusta sem Auðnast kallar EKKO.
Í vor lýsti ÍSÍ því yfir ársþingi sínu að ofbeldi að nokkru tagi skuli ekki vera liðið í íþróttum. JSÍ styður þessa yfirlýsingu heilshugar og í kjölfar hennar ákvað JSÍ að semja við Auðnast um fræðslu, vinnustofu og veitu varðandi tilkynningar og úrvinnslu þeirra EKKO mála sem kunna að koma upp.
JSÍ hvetur alla júdó klúbba og deildir að taka þátt í þessari fræðslu og vinnufundi ásamt því að vera í framhaldinu aðilar að samningnum.
Dagskrá fræðslufundar og vinnustofu þann 7. september
Fræðsla Auðnast 10 – 12
Hádegismatur 12 – 12:30
Vinnustofa Auðnast 12:30 – 14:15
Staðsetning: Íþróttamiðstöðin Laugardalur, Engjavegi 6, Hús 3, hæð 3, fundasalur C eða D.