Um næstu helgi mun Sveinbjörn Jun Iura keppa á Grand Slam Osaka. Sveinbjörn keppir á laugardaginn 23. nóvember í -81kg flokki. Sveinbjörn, sem hefur verið við æfingar í Japan síðustu þrjár vikur, segist vera vel stemmdur fyrir mótið. Faðir og þjálfari hans, Yoshiko Iura, er Sveinbirni til halds og traust á þessu móti. Búið er að draga saman flokka og mætir Sveinbjörn Akmal Murodov frá Tajikistan. Murodov vermir 58. Sæti heimlistans í augnablikinu og hans besti árangur á árinu er 32. sæti á heimsmeistaramótinu 2019 sem haldið var í Tókýó í ágúst. Keppnin verður í beinni útsendingu næstu þrjár næturnar frá kl 1:00 eftir miðnætti. Vekja skal athygli á því að japanskur staðartími er níu klukkustundum á undan þeim íslenska.