Sveinbjörn Iura mun keppa 4. nóvember á Oceania Open í Perth í Ástralíu sem er eitt af þeim mótum sem telur til stiga á heimslista IJF. Dregið var í gær og mætir Sveinbjörn Nicholas Delpopolo frá USA í fyrstu umferð. Tímamismunur mill Íslands og Vestur-Ástralíu er 8 tímar. Mun því keppni hefjast kl 2 eftir miðnætti á mánudegi að íslenskum tíma eða kl 10 að morgni að áströlskum tíma. Hér má fylgjast með í beinni útsendingu og fylgjast má með framvindu mótsins hér.