Sveitakeppni Júdósambands Íslands var haldin í Júdófélagi Reykjavíkur 16. nóv. 2019. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 1974 og var þetta því í 46 skiptið sem keppnin fór fram en tvisvar á þessu tímabili þurfti að fella hana niður vegna veðurs. Í ár var gerð sú breyting að allir aldursflokkar skildu keppa sama daginn en ekki í tvennu lagi eins og áður hefur verið.
Þrjár sveitir voru skráðar til leiks í sveitakeppni karla og var keppt í einum riðli og allir við alla. Sveit JR (Júdófélags Reykjavíkur) endaði með 9 vinninga og hlaut 90 tæknistig og stóð uppi sem sigurvegari sjöunda árið í röð og hafa því alls unnið 19 sinnum og jafna þar með árangur Ármenninga sem einnig hafa unnið 19 sinnum frá upphafi. Í Öðru sæti var sveit Selfoss með 4 vinninga og 31 tæknistig og í þriðja sæti var sveit JR-B sem var 2 vinninga og 11 tæknistig.
Í flokki keppenda yngri en 21 árs voru aðeins tvær sveitir skráðar til leiks. Voru það sveitir JR og Selfoss. Keppni sveitanna var mjög jöfn en JR sigraði með 3 vinningum og 30 tæknistigum gegn 2 vinningum 20 tæknistigum.
Í flokki keppenda yngri en 15 ára voru fjórar drengja sveitir skráðar til leiks og tveir stúlkna sveitir. Hjá drengjum sigraði sveit JR með 11 vinningum og 110 tæknistigum, Öðru sæti var sveit Selfoss með 8 vinninga og 62 tæknistig og í þriðja sæti var sveit Þróttar í Vogum með 6 vinninga og 60 tæknistig. Hjá stúlkum mætust sveitir JR og UMFN og sigraði sveit JR 4-0.
Hér fyrir neðan má sjá riðla og viðureignir mótsins og myndir af verðlauna höfum.
Karlar Riðill Viðureignir
U21 Karlar Riðill Viðureignir
U15 Drengir Riðill Viðureignir
U15 Stúlkur Riðill Viðureignir