Selfyssingarnir Breki Bernhaðsson, Hrafn Arnarsson og Jakub Tomczy kepput á Opna Skoska meistaramótinu sem var haldið 18. Janúar s.l. Þjálfari í ferðinni var Egill Blöndal en hann keppti ekki að þessu sinni þar sem hann er að jafna sig af meiðslum. Hrafn átti bestu gengi að fagna af þeim félögum en hann tók þátt bæði í U21 -90 kg og karlaflokki -90 kg. Í U21 árs flokki hafnaði Hrafn í fimmtasæti af þrettán keppendum en hann sigraði tvær viðureignir af fjórum. Í karla flokki varð Hrafn í sjöunda sæti af sextán keppendum og vann þar einnig tvær viðureignir og tapaði tveimur. Breki Bernaharðsson keppti í -73 kg flokki karla og endaði í níunda sæti. Sat hann hjá í fyrstu umferð og sigraði í annarri en varð að játa sig sigraðan í næstu tveimur viðureignum. Jakup keppti bæði í U21 árs -66 kg og í karlaflokki -66 kg en því miður tapaði hann öllum sínum viðureignum að þessu sinni. Hér má sjá úrslit mótsins.