Coronavírusinn er byrjarður að hafa áhrif á mótaskrá IJF og EJU og hefur nú þegar sex mótum verið aflýst. Mótinu hingað til eru Senior Europen Judo Cup í Winterthur, Swiss 7-8 mars og Cadett European Judo Cup í Zagreb sömu helgi, Junior European cup og æfingabúðir í Coimbra, Portugal 14-15 mars. Tveimur mótum á Ítalíu hefur verið aflýst, EJU kata mótinu, Pordenone og Junior European Judo Cup í Lignano. Síðast en ekki síst var var Rabat Grand Prix í Marrakó aflýst, en Sveinbjörn Iura var skráður til þátttöku. Sveinbjörn hafði millilent í Frakklandi þegar hann komst að því að mótinu yrði aflýst og ákvað því að fara ekki lengra og halda kyrru fyrir í París, þar sem hann átti hvort sem er að fljúga þaðan og keppa á Pan American Open í Santiago í Chile 14-15 mars og í Lima í Perú 21-22 mars ef að þeim mótum verður ekki aflýst líka. Það þarf því að fylgjast vel með hvort viðburðum sé aflýst því fyrirvarinn er nánast enginn.