Alþjóðaólympíunefndin (IOC), Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (IPC), skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020, japönsk yfirvöld og borgarstjórn Tókýó tilkynntu nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í dag.
Ólympíuleikarnir verða haldnir frá 23. júlí til 8. ágúst 2021. Leikarnir áttu að fara fram 24. júlí til 9. ágúst á þessu ári en var sem kunnugt er frestað vegna aðstæðna í heiminum í dag sökum Covid-19.
Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, fer fram frá 24. ágúst til 5. september 2020. Vefsíða leikanna