Ólympíuleikunum sem áttu að hefjast 24. júlí í sumar hefur verið frestað. Ekki hefur verið gefin út ný dagsetning fyrir leikana en í tilkynningunni kemur fram að þeir muni fara fram í Tókýó ekki síðar en sumarið 2021.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar ræddu saman í morgun ásamt fleiri ráðamönnum og var tekin sameiginleg ákvörðun um að fresta leiknum vegna útbreiðslu Covid-19.
Nútíma Sumarólympíuleikarnir hafa farið fram á fjögurra ára fresti frá árinu 1896 og er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem þeim hefur verið frestað. Þeim hefur þó þrisvar sinnum verið aflýst, árið 1916 vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og árin 1940 og 1944 vegna seinni heimsstyrjaldarinnar.
Hér má lesa tilkynningu frá IOC í heild sinni.
IJF (Alþjóða Júdósambandið) hefur ekki gefið út hvernig það mun bregðast við breyttri dagsetningu Ólympíuleikanna. Því er eins og er óvitað hvaða áhrif þetta mun hafa á úrtökuferli júdókeppnarinnar á leikunum, en úrtökutímabilið átti að klárast 30. Júní.