Heilbrigðisráðuneytið hefur birt auglýsingu um breytingar á takmörkunum samkomubanns sem taka gildi í dag, 15. júní. Meginbreytingin felst í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500.
Auglýsing um takmörkun vegna farsóttar birt 12. júní 2020
Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 þ. 15. júní 2020
Áfram er hvatt til að gæta að sóttvörnum, svo sem handþvotti, sótthreinsun og 2ja metra mörkin eftir því sem það er unnt, og virða gildandi reglur um samkomubann.
ÍSÍ/JSÍ hvetur alla til að kynna sér vel þær breytingar sem fram koma í nýrri auglýsingu og koma þessum upplýsingum á framfæri til íþróttafélaga/deilda og alla þá sem gætu haft gagn af.
Hér er að finna tengla inn á upplýsingasíður