Dagana 25-27 september verða æfingabúðir á vegum JSÍ á Hellu. Æfingabúðirnar munu saman standa af hefðbundnum randori og þrekæfingum. Jafnframt er hluti af æfingabúðunum vinnustofa sem Hallur Hallsson Íþróttasálfræðingur fagteymis JSÍ mun stýra. Þar sem farið verður í andlegan undirbúning keppenda og þjálfara. Æfingabúðirnar eru ætlaðar fyrir iðkenndur í U18 U21 og seniora flokkum. Eldri judomenn eru einnig hjartanlega velkomnir. Æfingar munu fara fram í íþróttahúsinu á Hellu og mun South door á Hellu annast gistingu.
Gisting er í boði JSÍ fyrir þátttakendur.
Æfingaáætlun (gæti mögulega tekið minniháttar breytingum)
Föstudagur 25. september
19:00-20:30 Judoæfing
Laugardagur 26. september
09:30-11:30 Judoæfing
15:00-17:00 Vinnustofa með Íþróttasálfræðingi
18:00-20:00 Judoæfing
Sunnudagur 27. september
09:30-11:30 Judoæfing
14:00-16:00 Judoæfing
Skráningarfrestur er 21. í september og fer skráning fram í gegnum jsi@jsi.is
Nánari upplýsingar verða birtar á JSI.is . Senda má fyrirspurnir á jsi@jsi.is