Reglurnar taka gildi 23.10.2020 kl: 13 og gilda til 10. nóvember n.k.
Sem fyrr gildir undanþága fyrir íþróttir um að snertingar séu heimilar þar sem þær eru nauðsynlegur þáttur af æfingum og keppni. Allt að 50 einstaklingar geta komið saman vegna æfinga og keppni þá samkvæmt þeim reglum sem hvert og eitt sérsamband setur í samstarfi við ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld fyrir sína grein.
Ákvæði til bráðabirgða á við um höfuðborgarsvæðið til 3. nóvember.
Samkvæmt því er íþróttastarf á vegum aðildareininga ÍSÍ sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu fólks óheimil. Kominn er nýr liður í reglugerðina sem á við um höfuðborgarsvæðið og tiltekur að ráðherra geti veitt undanþágu fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi, enda sé gætt fyllstu sóttvarnarráðstafana að öðru leyti.