

Evrópumeistaramótið í Judo 2020 mun hefjast á fimmtudaginn næstkomandi og stendur það yfir í þrjá daga þ.e. 19-21 nóvember. Mótið er haldið að þessu sinni í Prag í Tékklandi, en hefur því verið frestað nokkrum sinnum vegna covid-19 faraldursins þar sem upphaflega átti það að fara fram í apríl.
Ísland mun tefla fram tveimur keppendum að þessu sinni. Þeim Sveinbirni Iura sem mun keppa þann 20. nóv í -81kg flokknum og Agli Blöndal sem keppir í -90kg flokknum 21. Nóv. Dregið verður í flokkanna á morgun og mun þá ráðast hverjum þeir munu mæta í sinni fyrstu viðureign. Hægt verður að fyljgast með mótinu í beinni útsendingu og verður hlekkur birtur hér á síðu JSÍ.