Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld 25 mars. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð. Ákvörðun heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir byggist á tillögum sóttvarnalæknis um að grípa tafarlaust til ráðstafana vegna hópsýkinga innanlands að undanförnu til að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hertar reglur munu gilda í 3 vikur.
Frá og með miðnætti í kvöld 25. mars kl 00:01 eru allar íþróttir sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismit vegna sameiginlegs búnaðar óheimilar.