Grand Slam Tbilisi fór fram daganna 26-28 mars. Sveinbjörn Iura keppti í -81 kg flokknum sem fram fór á 27. mars. Sveinbjörn sat hjá í fyrstu umferð en mætti grikkjanum Theodoros Demourtsidis í annarri umferð. Viðureignin var mjög jöfn framan af en Sveinbjörn virkaði samt sem áður nokkuð sterkari í gripa baráttunni. Að loknum venjulegum leiktíma var Demourtsidis komin með tvö refsistig og mátti því ekki fá eitt til viðbótar án þess að vera dæmdur úr leik. Í framlengingunni virtist Sveinbjörn vera þrekmeiri aðilinn og sótti stíft. Þegar um það bil tvær mínútur voru liðnar af framlengingunni kastaði Sveinbjörn Demourtsidis á osoto gari en fékk ekki skor fyrir, en fylgdi vel eftir og náði Demourtsidis í fastatak og sigraði þar með viðureignina. Í þriðju umferð mætti Sveinbjörn hinum gríðarsterka Sami Chouchi frá Belgíu. Couchi sem var fyrir mótið í 19. sæti heimslista IJF. Couchi hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og hafði verið í 3. sæti á Grand Slam Tashkent, sem var síðasta mótið í mótaseríu IJF á undan þessu móti. Sveinbjörn kom grimmur til leiks gegn Couchi og var tempó viðureignarinnar mjög hátt. Viðureignin var jöfn til að byrja með og hvorugur aðili náði góðum tökum. Þegar um ein mínúta var liðinn fann Couchi taktinn, náði góðum gripum og sótti stíft með osoto gari. Í þriðju sókn sinni skoraði Couchi Ippon og hafði þar með Sveinbjörn lokið keppni. Couchi Sigraði -81 kg flokkinn og lagði á leið sinni að gullinu Tato Grigalashvili sem er 3. sæti heimslista IJF. Hér neðar má sjá viðureignir Sveinbjörns og nánari úrslit mótsins.
Sveinbjörn Iura gegn Theodoros Demourtsidis