Eftir fund með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda þá var gerð krafa að öll sérsambönd setji inn í sínar nú gildandi reglur undir kaflanum „Áhorfendur“ eftirfarandi skilyrði:
* Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala, símanúmer og sæti. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar.
* Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hvor öðrum. Númera skal sæti svo 1m er að lágmarki í næsta áhorfanda á alla kanta. Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki er leyfilegt að skipta á sætum.