Ársþing Judosambands Íslands, það 50. í röðinni var haldið laugardaginn 24. apríl 2021 og hófst það kl. 11. Jóhann Másson formaður JSÍ setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Í ávarpi sínu talaði hann um hve óvenjulegt starfsárið hefði verið sökum Covid-19 veirufaraldrarins og þær áskoranir sem hefðu fylgt honum. Gengið var til venjubundinnar dagskrár, kosið í kjörbréfanefnd sem þegar tók til starfa og aðrar fastar nefndir þingsins og starfsmenn. Í kjörbréfanefnd voru kjörnir Gunnar Jóhannesson, Hans Rúnar Snorrason og Bergur Pálsson. Í fjárhagsnefnd voru kjörnir Kristján Daðason, Bergur Pálsson og Gunnar Jóhannesson.. Í laga og leikreglnanefnd voru kjörnir Bjarni Friðriksson, Hans Rúnar Snorrason og Garðar Skaptason. Í alsherjarnefnd voru kjörin Jón Hlíðar Guðjónsson, Gísli Egilson og Karen Rúnarsdóttir. Fundarstjóri var kjörinn Arnar Freyr Ólafsson og ritari Ari Sigfússon. Kjörbréfanefnd skilaði áliti sínu. níu félög höfðu rétt á þingsetu með tíu fulltrúa en sjö félög voru mætt með átta atkvæði. Fráfarandi stjórn gaf skýrslu sína og kynnti Jóhann Másson formaður JSÍ hana (sjá hlekk hér neðar). Kristján Daðason gjaldkeri JSÍ kynnti ársreikning JSÍ, sjá árskýrslu JSÍ. Ársreikningur var borinn upp til samþykktar og var samþykktur. Stjórn JSÍ lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Kristján Daðason kynnti tillöguna og var hún send til umfjöllunar í fjárhagsnefnd.
Fyrir þinginu lágu 8 tillögur en nánari umfjöllun um nefndarálit, tillögur og atkvæðagreiðslur má sjá í fundgerð þingsins.
Heiðranir
Daníel Reynisson var sæmdur gullmerki JSÍ. Daníel á að baki áralangt starf í þágu sambandsins, en þess má geta að hann hefur að stórum hluta séð um skrif og ritstjórn árskýrslu sambands í um það bil tuttugu ár. Einnig hefur Daníel setið í stjórn JSÍ og hinum ýmsu nefndum ásamt því að eiga góðan keppnisferil að baki.
Kosningar í nefndir, stjórn JSÍ, varamanna í stjórn og skoðurnarmanna
Í aganefnd voru kosnir Teitur Sveinsson, Haraldur Baldursson og Víkingur Víkingsson. Til vara Daníel Reynisson, Jón Egilsson og Halldór Sveinsson.
Ekki var kosið í dómaranefnd á þinginu þar sem frá með nú skipar stjórn dómaranefnd.
Kosningu fulltrúa á ÍSÍ þing var samþykkt samhljóða að visa til stjórnar.
Kosning formanns, stjórnar og varamanna stjórnar. Kosning aðalmanna og þar með talið formanns er til tveggja ára. Kosningu formanns var þannig háttað að Jóhann Másson gaf kost á sér að nýju en aðrir voru ekki í kjöri, Jóhann var því sjálfkjörin. Kjósa átti um tvo aðalmenn auk formanns í ár. Tillaga kom að eftirfarandi mönnum í aðalstjórn. Ásgeir Ágeirsson og Ari Sigfússon. Engir aðrir voru í kjöri, og voru þeir því sjálfkjörnir. Fráfarandi stjórnarmaður Birkir Hrafn Jóakimsson gaf ekki kost á sér
Kosning varamanna til eins árs: Kjósa átti um þrjá varamenn en tillaga kom um þrjá, Sigmund Magnússon, Loga Haraldsson og Gísla Egilson, voru þessir þrír sjálfkjörnir þar sem engir aðrir gáfu kost á sér.
Skoðunarmaður reikninga. Runólfur Gunnlaugsson er sjálfkjörinn skoðunarmaður reikninga og Gísli Jón Magnússon sjálfkjörinn varamaður.