Evrópumeistaramótið í Lisbon, Portúgal hefst á morgun og stendur það yfir í þrjá daga. Árni Lund keppir á laugardaginn í -81 kg flokki og Egill Blöndal á sunnudaginn í -90 kg flokki og hefst keppnin kl. 9 að morgni á okkar tíma alla dagana. hlekkir. Þátttakendur eru 359 frá 45 þjóðum, 210 karlar og 149 konur.
Dregið var í var í dag og drógst Árni gegn Saki Muki frá Ísrael sem er eins og er í 2. sæti heimslista IJF.
Egil Blöndal mun mæta Milan Randl frá Slóvakíu sem er í 40. Sæti heimslista IJF.
Hér er drátturinn og keppnisröðin. Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu. Til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í beinni þarf að hafa IJF account og er hægt að stofna hann hér ef það hefur ekki þegar verið gert og kostar það ekkert.