Frá og með 26. júní féllu úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Í þessu felst meðal annars fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þann 1. júlí taka einnig gildi breyttar reglur varðandi sýnatökur á landamærum.
Þetta eru sannarlega stór tíðindi fyrir alla á Íslandi og íþróttahreyfinguna þar með. Síðastliðið ár hefur fært okkur miklar áskoranir og hindranir en með sameiginlegu átaki hefur tekist að sigrast á þessu.
Hér er tengill inn á heimsíðu heilbrigðisráðherra þar sem finna má minnisblöð varðandi afléttingar innanlands og um reglur á landamærum: