Judo Karl og Judo Kona ársins 2021 ásamt efnilegasta judo manni ársins 2021

Uppskeruhátíð Judosambands Íslands var haldin 18. desember. Árni Pétur Lund úr JR valinn Judokarl ársins og Ingunn Rut Sigurðardóttir úr JR judokona árins.

Judokarl ársins 2021

Árni Pétur Lund úr Judofélagi Reykjvíkur sem keppir í -81 kg var valin judomaður ársins 2021. Er það í fyrsta skiptið sem hann hlýtur þann heiður. Helsti árangur Árna á árinu eru 3. Sæti á Opna Finnska meistaramótinu, 1. sæti á RIG 21, 1. Sæti á Íslandsmóti í -81 kg flokki og 1.sæti Íslandsmóti í opnum flokki. Einnig var hann þátttakandi í Evrópumeistaramótinu í Lisabon.

Helsti árangur 2021

Reykjavík Judo Open 1.sæti

vormót JSÍ 1.sæti

Íslandsmót -81kg 1.sæti

Íslandsmót Opinn flokkur 1.sæti

Finnish Open 3.sæti

Sveitakeppni JSÍ 1.sæti

Ingunn Rut Sigurðardóttir úr Júdofélagi Reykjavíkur sem keppir í -63 og -70 kg flokki var valin júdokona ársins 2021 og er það í þriðja skiptið sem hún hlýtur þann heiður. Ingunn var stigahæst allra kvenna á árinu 2021. Besti árangur Inngunnar á árinu var þegar hún vann til bronsverðlauna á opna finnska meistaramótinu. Einnig sigraði hún þrjú af fjórum mótum í mótröð JSÍ á árinu,

Helsti árangur 2021


Opna finnska                                         3. sæti

Reykjavik Judo Open 2. sæti

Vormót 2. sæti

Íslandsmeistaramót 1. sæti

Haustmót JSÍ 1. sæti

Efnilegasti judomaður ársins 2021

Matthías Stefánsson úr Judodeild ÍR sem keppti í -90 kg og -100 þyngdarflokki var útnefndur efnilegasti judomaður ársins 2021.

Helsti árangur 2021

U21 Seniora

Finnish Open Brons Brons

Baltic Open Silfur

Afmælismót Silfur

Íslandsmót Gull Gull

Afhent voru diplomaskjöl fyrir dan gráður á árunum 2020-2021.

Dangráðanir

Arnar Freyr Ólfafsson, Selfoss 1.Dan

Craig Douglas Clapcott, JDÁ 1.Dan

Kjartan Logi Hreiðarsson, JR 1.Dan

Kristján Daðason, JR 1.Dan

Vilhelm Halldór Svansson, JDÁ 2.Dan

Bergur Pálsson, Selfoss 3.Dan

Egill Ásbjörnsson Blöndal, Selfoss 3.Dan

Gísli Fannar Egilson, ÍR 3.Dan

Jóhann Másson, JR 3.Dan

Heiðursgráðanir á árinu 2021

Eftir taldir aðilar voru heiðraðir á Íslandsmótinu 2021:

Kári Jakobsson, JR                               3. Dan

Runólfur V. Gunnlaugsson, JR             3. Dan

Heiðursmerki JSÍ

Eftirtaldir einstaklingar fengu silfurmerki JSÍ.
Þorgrímur Hallsteinsson, ÍR

Dómari ársins
Marija Dragic Skúlason

Hvatningarviðurkenning

Judofélag Reykjanesbæjar var veit hvatningarviðkurkenningu, en deildin bættist í hóp sambandsaðila JSÍ á árinu 2021. JRB átti fulltrúa á flestum mótum Innanlands og er mjög ört vaxandi í barna og unglingastarfi.

Þrautseigjuviðurkenning

Sérstaka viðurkenningu hlaut Sveinbjörn Jun Iura Judodeild Ármanns. Sveinbjörn stefndi á Ólympíuleikanna 2020 sem haldnir voru í Tokyo. Tók hann þátt í úrtökumótum um allan heim á árunum 2018 til 2021 með ágætis árangri en hans besti árangur náðist þegar hann náði 3.sæti á heimsbikarmóti í Hong Kong 2019. Því miður náði Sveinbjörn ekki inn á leikanna en þegar úrtökutímabilið kláraðist var hann í 65. sæti heimslistans. Covid setti mikinn svip á úrtökuferlið þurfti íþróttafólk að sigrast margskonar hindrunum. T.d. lenti Svenbjörn í því að sýkjast af Covid veirunni í Tyrklandi og þurfti hann að vera þar í einangrun í 10 daga ásamt föður sínum.