Íslandsmót Karla og kvenna 2022 fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi þann 7. Maí. 35 keppendur frá átta félögum voru skráðir til leiks. Keppt var í sex þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna ásamt að keppt var í opnum flokkum karla og kvenna.

Opinn Flokkur Karla

Zaza Siminosvhili og Egill Blöndal glímdu til úrslita í opnum flokki karla. Báðir höfðu unnið sitthvorn flokkinn fyrr um daginn, Zaza 73 kg og Egill -90 kg. Glíman var jöfn eftir venjulega leiktíma og fór því glíman í gullskor. Þegar um það bil tvær mínútur af framlengingu voru liðnar náði Zaza fallegu ippon kasti og tryggði sér þar með sigur eftir hörku viðureign.

Opinn Flokkur Kvenna

Anna Soffía og Heiðrún glímdu til úrslit í opnum flokki kvenna. Þær höfðu einnig glímt til úrslita í -78 kg. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði á ippon þegar um tvær mínútur vour liðnar af venjulegum leiktíma og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í opnum flokki. Anna Soffía sigraði því bæði í -78 og opnum flokki kvenna og voru þetta 18. Og 19. Íslandsmeistaratitlar Önnu.

-70 kg flokkur kvenna

Ingunn Rut Sigurðardóttir og Berenika Bernat glímdu til úrslita í -70 kg flokki kvenna. Ingunn sigraði nokkuð örugglega en þetta var sjötti Íslandsmeistaratitill Ingunnar í kvenna flokki.

-78 kg flokkur kvenna

Anna Soffía Víkingsdóttir sigraði -78 kg flokk kvenna, í öðru sæti var Heiðrún Pálsdóttir.

+100 kg flokkur

Karl Stefánsson og Sigurður Hjaltason glímdu til úrslita í +100 kg flokki. Karl sigraði örugglega, en þess má geta að hann er einnig nýkrýndur (23. Apríl) Norðurlandameistar +100 kg flokki.

-66 kg karla

Ingólfur Rögnvaldsson og Daníel Árnason glímdu til úrslita í -66 kg flokki karla. Gíman var mjög jöfn framan af en um miðja viðureign náði Ingólfur armlás og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.

-73 kg

Zaza Simionisvhili og Kjartan Hreiðarsson glímdu til úrslita í -73 kg flokki karla. Zaza sigraði eftir snarpa viðureign.

-81kg flokkur karla

Árni Lund og Gísli Egilsson mættust í úrslitum -81kg flokksins. Árni Sigraði á Ippon eftir snarpa viðureign.

-90 kg karla

Egill Blöndal og Breki Bernhardsson glímdu til úrlsita í -90 kg flokki karla. Egill sigraði um miðja glímu þegar hann hafði skorðaði wazaari tvívegis og tryggðis sér þar með Íslandsmeistaratitil í -90 kg flokki.

-100 kg flokkur karla

Þór Davíðsson og Mattíhas Stefánsson glímdu til úrslita í -100 kg karla. Þór Davíðsson Sigraði.

+100 kg flokkur

Karl Stefánsson og Sigurður Hjaltason glímdu til úrslita í +100 kg flokki. Karl sigraði örugglega, en þess má geta að hann er einnig nýkrýndur (23. Apríl) Norðurlandameistar +100 kg flokki.

Hér má sjá öll Úrslit mótsins

Íslandsmót seniora 2022 7. maí Digranes (jsi.is)