(Grein fengin af síðu Judofélags Reykjanesbæjar)
Arnar Már Jónsson, Íþróttagreinastjóri Special Olympics á Íslands, vinnur að því emð Íþróttasambandi fatlaðra, Special Olympics á Íslandi, Judosambandi Íslands og Judofélagi Reykjanesbæjar að virkja fleiri iðkendur til þátttöku í judo.
Nú verða í fyrsta skipti sérstakar æfingar í judo fyrir iðkendur með stuðningsþarfir, þá sem ekki af einhverjum ástæðum treysta sér á almennar judoæfingar sem eru í boði.
Arnar Már, sem er með svart belti í judo (2. Dan), hefur þjálfað judo til fjölda ára og sérhæft sig í kennslu einstaklinga með sérþarfir, mun bjóða á æfingar fyrir aldur í Bardagahöllinni í Reykjanesbæ (Smiðjuvöllum 5). Æfingarnar verða á laugardögum frá klukkan 12-14 og munu verða iðkendum að kostnaðarlausu.
Æfingar hófust 24. september.
Hægt er að hafa samband við Arnar ef einhverjar spurningar vakna í síma 770-0443 eða senda tölvupóst á loggurinn@hotmail.com
Hlökkum til að sjá ykkur.