Í dag útskrifaðist Þormóður Jónsson úr þjálfaranámi (Undergraduate certificate as Judo Instructor) IJF. Námið er sex mánaða langt, sem endar á vikulangri verklegri vinnustofu og prófum. Verklegi hluti námsins fór að þessu sinni fram í Madrid.
Námið er á háskólastigi og telur 30 ECTS einingar og er á fimmta stigi (EQF). Þormóður er annar Íslendinga til þess að útskrifast úr þessu námi, en fyrstur Íslendinga var Vilhelm Svansson.