
Fjórir landsliðsmenn í U18 og U21 landsliðum taka þátt í sterkum æfingabúðum í Nymburg, Tékklandi. Æfingabúðir þessar, sem eru haldnar árlega, eru liður í röð æfingabúða sem nefnast einu nafni Olympic Training Centre (OTC) og eru haldnar af Evrópska Judosambandinu (EJU) í samvinnu viðkomandi landssamband. Um 500 þátttakendur frá 43 þjóðum taka þátt í æfingabúðunum að þessu sinni en íslenskir landsliðsmenn eru þeir Aðalsteinn Björnsson U18, Kjartan Hreiðarsson U21, Skarphéðinn Hjaltason U21 og Romans Psenicnijs. Þjálfari er Zaza Simonishvili.