Árni Lund með fallegt kast í opna flokknum

 

Íslandsmótið í Judo fór fram í dag í Laugardalshöll. Árni Pétur Lund og Helena Bjarnadóttir urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar, en þau sigruðu opinn flokk karla og kvenna auk síns þyngdarflokks, -90kg hjá Árna og -70kg hjá Helenu.

Alexander Eiríksson (JG) sigraði -60kg karla. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Alexanders í karla flokki og jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitill Judofélags Garðabæjar.

Ingólfur Rögnvaldsson varð Íslandsmeistari í -66kg. Var þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Ingólfs í röð í -66kg flokknum.

Aðalsteinn Björnsson (JR) og Kjartan Hreiðarsson (JR) mættust í úrslitum -73kg flokksins. Aðalsteinn sigraði í gullskori eftir jafnaviðureign og tryggði sér þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki.

Breki Bernharðsson (UMFS) varð Íslandsmeistari í -81kg flokki karla.

Egill Blöndal (UMFS) varð Íslandsmeistari í -100kg flokki karla.

Karl Stefánsson (JDÁ) varð Íslansmeistari í +100kg flokki karla.

Öll nánari úrslit mótsins má finna hér: Úrslit Íslandsmóts 2023

Bein útsending mótsins: Íslandsmeistaramót seniora 2023 – Streymi

JSÍ vill sérstaklega þakka öllum sjálfaboðaliðum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd mótsins í dag. Dómarar, tæknimenn og allir þeir sem komu að uppsetningu og frágangi. Mót af þessu tagi væri í framkvæmanlegt nema með ykkar hjálp.