
Evrópumeistaramót Cadett þ.e. aldursflokkur 15-17 ára stendur nú yfir í Portúgal og á meðal keppenda er Arnar Arnarsson frá Selfossi og með honum í för er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Arnar keppir í dag, laugardaginn 24 júní í – 90 kg flokki og hefst keppnin kl. 9 að íslenskum tíma og mætir hann Emil Jabiyev frá Svíþjóð sem er í 37 sæti heimslistans í cadett flokki. Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu og einnig er hægt að finna allar upplýsingar um keppnina, úrslit og fleira hér á vef IJF.