Haustmót JSÍ í öllum aldursflokkum var haldið í Grindavík laugardaginn 14. október og var það í umsjón Judodeildar UMFG sem stóð vel að framkvæmdinni eins og venjulega. Keppendur voru sextíu og fimm frá tíu klúbbum og er það töluverð fjölgun frá því í fyrra sem lofar góðu fyrir veturinn. Athygli vakti að þátttaka kvenna er að aukast en þær voru um 25% allra þátttakenda á mótinu og flestar eða fimm talsins frá yngsta judoklúbbnum, Judofélagi Suðurlands (JS). Mótið fór vel fram, dómgæsla og mótsstjórn hin besta og fullt af spennandi og skemmtilegum viðureignum sem margar hverjar kláruðust ekki fyrr en í gullskori þar sem keppendur voru það jafnir. Judofélag Reykjavíkur var með tuttugu og sex keppendur sem stóðu sig býsna vel en þeir unnu samtals til fimmtán gullverðlauna, sex silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna. Aðrir klúbbar sem unnu til gullverðlauna voru JS með þrenn gullverðlaun og Ármann, JG og Tindastóll með eitt hvort. Óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.
Hér eru úrslitin og (video klippa væntanleg) og myndir frá mótinu.
*Frétt tekin af síðu Judofélags Reykjavíkur*