
Íslandsmótið 2023 í sveitakeppni (liðakeppni) verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 18. nóvember og hefst það kl. 12:30 og mótslok áætluð um kl. 14. Keppt verður í aldursflokkunum U15 (11-14 ára), U18, U21 og senioraflokki karla. JR mun senda karlalið í U15, U18, U21 og senioraflokka og er ein sveit frá Júdódeild UMFS en því miður eru ekki kvennasveitir að þessu sinni. Hér má sjá úrslitin frá 2022.