Páskamót JR og Góu 2024 var haldið laugardaginn 6. apríl en það jafnan haldið fyrstu helgina eftir páska. Páskamótið er eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri judo iðkendunum og jafnframt það fjölmennasta en mótið er opið öllum klúbbum. Á þessu móti eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni og fá allir þátttakendur verðlaun að því loknu.