Stoltur landsliðsþjálfari með verðlaunahöfum í senior aldursflokki. Karl Stefánsson +100kg og Skarphéðinn Hjaltason -90kg

Helgina 25.-26. maí fór fram Norðurlandamót í judo. Mótið var haldið í Sundsvall í Svíþjóð að þessu sinni, en Norðurlöndin skiptast á að halda mótið. Alls voru á sjöunda hundrað skráningar í mótið.

Judosamband Íslands sendi 12 keppendur, en þau eru:

  • Eyja Viborg og Weronika Komendera U18 og U21 -57kg.
  • Helena Bjarnadóttir U18 og U21 -63kg
  • Jónas Björn Guðmundsson U18 og U21 -66kg.
  • Ingólfur Rögnvaldsson Senior -66kg.
  • Romans Psenicnijs U18 -73kg.
  • Daron Karl Hancock U21 og Senior -73kg.
  • Mikael Máni Ísaksson U18 og U21 -73kg.
  • Aðalsteinn Karl Björnsson U21 og Senior -81kg.
  • Skarphéðinn Hjaltason U21 og Senior -90kg.
  • Karl Stefánsson Senior +100kg .
  • Ari Sigfússon Veteran 40-49 ára -100kg.

Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari JSÍ fór fyrir hópnum, en ásamt honum voru þjálfararnir Yoshihiko Iura, Bjarni Skúlason og Marija Dragic Skúlason sem höfðu í nægu að snúast, enda keppt á 5 völlum og því oft fleiri en einn íslenskur keppandi á vellinum í einu.

Þátttökuþjóðir sjá einnig um að útvega dómara á mótið. Í ár fór Björn Sigurðarson fyrir hönd JSÍ og dæmdi hreint með ágætum. Til marks um góða frammistöðu Björns kom það í hans hlut að dæma allnokkrar brons- og úrslitaviðureignir.

Nokkrir foreldrar keppenda voru einnig með í för og hvöttu keppendur óspart áfram.

Á laugardeginum var keppt í U18 og Senior aldursflokkum. Þar náði Skarphéðinn að landa silfurverðlaunum í senior aldursflokki. Helena, Romans og Karl náðu bronsverðlaunum í U18. Ingólfur og Aðalsteinn glímdu einnig um brons, en töpuðu því miður sínum viðureignum og enduðu þar með í 5. sæti í mjög sterkum flokkum.

Á sunnudeginum var svo komið að U21 og Veteran flokkum, en þar glímir judofólk sem komið er yfir þrítugt í aldursflokkum. Skarphéðinn og Helena endurtóku leikinn frá laugardegi og náðu aftur silfur- og bronsverðlaunum í sínum flokkum. Ari komst einnig á pall með brons.

Ferðin var afar vel heppnuð og var landsliðsþjálfari JSÍ, Zaza Simonishvili ánægður með frammistöðu íslensku keppendanna.