Júdósamband Íslands hefur ráðið þrefalda ólympíufarann Þormóð Árna Jónsson sem afreksstjóra sambandsins. Það þarf varla að kynna hann enda einn að okkar þekktustu júdómönnum sem hefur langan feril í kringum íþróttina að baki sér. Hann hefur lokið þjálfaramenntun IJF ásamt því að hafa víðtæka starfsreynslu í kringum afreksstarfið hjá sambandinu á árum hans sem framkvæmdastjóri sambandsins. Þormóður þekkir það hvað þarf til að ná langt og því verðmætt að fá hann til starfa sem afreksstjóra sambandsins.

Fyrst á dagskrá er að koma skýrri umgjörð á afreksstarfið. Þeir Bjarni Skúlason og Þormóður fengu hingað til lands fyrrum landsliðsþjálfara Svía, Robert Eriksson, til að ræða afreksmálin en mikið fékkst úr þeirri heimsókn og verður umgjörð á afreksstarfinu m.a. unnin út frá þeim gögnum sem fékkst frá fyrrum landsliðsþjálfara Svía.

Sjá hér um vinnustofu Robert Eriksson