Frétt tekin af síðu JR:

Adam Komendera sem æfir hjá JR í 7-10 ára hópnum okkar keppti á barnamóti í Póllandi síðastliðna helgi og stóð sig afar vel og varð í 3-5 sæti. Hér neðar eru nokkrar myndir frá mótinu, mynd af Adam með verðlaunapeninginn í JR og með Weroniku systir sinni og Janusz pabba þeirra. Vel gert Adam og til hamingju.