Helena Bjarnadóttir og Skarphéðinn Hjaltason júdófólk ársins 2024.
Helena Bjarnadóttir úr Júdofélagi Reykjavíkur sem keppir í -63 kg flokki var valin júdokona ársins 2024 og er það í annað skiptið sem hún hlýtur þann heiður. Helena flutti til Serbíu fyrir rúmu ári síðan en hefur æft þar af krafti og keppt á nokkrum alþjóðlegum mótum. Helena hefur verið að ná á pall á flestum alþjóðlegum mótum sem hún tekur þátt í en meðal þeirra eru Evrópumót smáþjóða þar sem hún lenti í 2. sæti í U18 og 3. sæti í Seniora flokki. Á Norðurlandamótinu náði hún 3. sæti í bæði U18 og U21.
Helsti árangur 2024.
Evrópumeistaramót Smáþjóða -63 kg kvenna 3. sæti
Evrópumeistaramót Smáþjóða -63 kg U18 2. sæti
Reykjavík Intl. games -70 kg kvenna 2. sæti
Reykjavík Intl. games Opinn flokkur kvenna 3. sæti
Skólamót í norðurhéraði Serbíu 1. sæti
Norðurlandamót -63 kg U21 3. sæti
Norðurlandamót -63 kg U18 3. sæti
Skarphéðinn Hjaltason úr Júdofélagi Reykjavíkur sem keppir í -90 kg flokki var valinn júdomaður ársins 2024 og er það í fyrsta skipti sem hann hlýtur þann heiður. Skarphéðinn hefur tekið snörpum framförum og orðinn einn besti keppnismaður okkar í dag. Hann vann Íslandsmót Seniora í bæði -90kg og opnum flokki ásamt því að vinna Íslandsmeistaratiltilinn í sínum aldurs og þyngdarflokki.
Skarphéðinn náði öðru sæti á Norðurlandamótinu 2024 bæði í U21 og Seniora flokki.
Helsti árangur 2024.
Norðurlandamót -90 kg karla 2. sæti
Norðurlandamót -90 kg U21 2. sæti
Copenhagen Open -90 kg 2. sæti
Reykjavík Intl. games -90 kg karla 3. sæti
Reykjavík Intl. games Opinn flokkur karla 3. sæti
Íslandsmót -90 kg karla 1. sæti
Íslandsmót Opinn flokkur karla 1. sæti
Íslandsmót U21 -90 kg 1. sæti
Afmælismót JSÍ U21 -100 kg 1. sæti
Vormót JSÍ -90kg karla 1. sæti
Vormót JSÍ -100kg U21 1. sæti