Vormót JSÍ 2025 í öllum aldursflokkum (U13/U15/U18/U21 árs og Seniora) verður haldið á Akureyri 22. mars í KA heimilinu. Keppt verður í aldursflokkunum U13, U15, U18, U21 og Seniora og hefst mótið kl. 10 eins og lýkur væntanlega um kl. 16. Gert er ráð fyrir að vigtun verði einnig eins og undanfarin ár í KA heimilinu föstudagskvöldið 21.mars frá kl.19-21:00 og einnig verði þá hægt að vigta sig að morgni mótsdags.

Mótstilkynningu má finna hér

Júdódeild KA býður öllum á æfingu daginn eftir mótið.
Skilaboð frá Eirini aðalþjálfara Júdódeildar KA eru hér að neðan.

__________________________
Kæru judovinir,

Við viljum bjóða öllum keppendum og iðkendum á sérstaka æfingu daginn eftir Vormót JSÍ á Akureyri.

Upplýsingar um æfinguna:

  • Dagsetning: Sunnudagur, 23. mars 2025
  • Tími: 10:00-12:00
  • Staðsetning: Dojo okkar í KA heimili

Gistimöguleikar: Iðkendur geta gist í nærliggjandi skóla eða í gistiaðstöðu sem KA er í samstarfi við. Hafið samband við Sigmund fyrir nánari upplýsingar um gistimöguleika.

Vinsamlegast látið vita ef þið hafið áhuga á að taka þátt í æfingunni á sunnudag. Við hlökkum til að sjá sem flesta bæði á Vormóti JSÍ á Akureyri og á æfingunni daginn eftir.

Með kveðju, Eirini Fytrou