
Vormót JSÍ í Seniora flokkum verður haldið þann 5. apríl í ÍR heimilinu, Skógarseli 12.
Mótið hefst kl 12 og áætlað að því ljúki kl 15. Nánari upplýsingar að loknum skráningarfresti. Skráningarfrestur er til miðnættis mánudaginn 31. mars.
Þetta verður fyrsta mót ÍR í yfir 15 ár. Júdódeild ÍR er nú komin með fjaðrandi gólf og nýjar dýnur.