
Íslandsmót í yngri aldursflokkum (U13 , U15, U18 og U21) verður haldið hjá Judodeild Ármanns í Laugardal á morgun, laugardaginn 12. apríl og hefst kl. 11:00 og áætluð mótslok verða um kl. 15:00.
Keppni U13, U15 og U18 hefst kl. 11 og ætti að ljúka um kl. 13. Keppni í aldursflokki U21 hefst svo kl. 13:00 og mótslok um kl 15:00.
Vigtun fyrir á keppnistað á keppnisdegi frá kl. 9:30 – 10:00 fyrir alla aldursflokka.
Áhorfendur eru velkomnir á þetta fjölmenna mót en nú eru yfir hundrað keppendur skráðir til leiks.
