
Íslandsmót JSÍ 2025 í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs var haldið í æfingasal Judodeildar Ármanns í gær laugardaginn 12. apríl.
Hundrað og tíu keppendur voru skráðir til leiks en um hundrað tóku þátt á mótsdegi og er það 30% aukning á milli ára í þátttöku sem er jákvæð þróun.
Kærar þakkir til allra sem komu að störfum mótsins.
Í mótsstjórn og tímavörslu voru Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, Bjarni Á. Friðriksson, Magnús Aron Benediktsson, Magnús Þórðarsson, Kolmar Ari Jónsson, Sigurður Arnar Kristmundsson, Tryggvi Gunnarsson og Þormóður Árni Jónsson. Dómarar voru þeir Gísli Egilson, Gunnar Jóhannesson, Jakob Heimir Burgel, Sævar Sigursteinsson, Viktor Bjarnason og Yoshihiko Iura. Gunnar Örn Guðmundsson sá um uppsetningu mótabúnaðar sem og frágang með aðstoð frá Tryggva Gunnarssyni. Bylgja Dögg Sigurðardóttir sá um að streyma beinni útsendingu af mótinu og Almar Reginn Björnsson tók myndir sem verða birtar á næstu dögum.
Hægt er að skoða úrslit mótsins með því að smella hér

