
Vormót JSÍ 2025 í seniora flokkum karla og kvenna (15 ára og eldri) verður haldið hjá Judodeild ÍR, Skógarseli 12, 109 Reykjavík, laugardaginn 5. apríl næstkomandi. Mótið hefst kl. 12 og áætlað var að því lyki kl. 15 en vegna mikillar þátttöku þarf að tvískipta því. Fyrri hluti mótsins hefst kl. 12 og ætti að ljúka um kl. 14:30 en þá verður keppt í -73, -81 og -100 kg flokkum karla. Seinni hluti hefst svo strax að lokinni keppni í fyrri hluta eða um kl. 14:30 með keppni í -66, -90 og +100 kg flokkum karla og -57, -63 og -70 kg flokkum kvenna. Mótslok áætluð um kl. 17. Verið mætt tímanlega því keppni í seinni hluta hefst eins fljótt og hægt er að lokinni keppni í fyrri hluta. Hér er stutt videoklippa frá mótinu 2024 og úrslitin.