Heilbrigðisráðneytið hefur nú birt frétt um tilskakanir á takmörkunum á samkomum, frá og með 13. janúar nk. Sá fyrirvari er þó á tilslökunum að faraldurinn þróist ekki á verri veg. Helstu breytingar varðandi íþróttastarfið eru eftirfarandi:
- Íþróttaæfingar: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými.
- Íþróttakeppnir: Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda.
Frétt stjórnarráðsins er að finna hér.
Fréttinni fylgdi minnisblað sóttvarnarlæknis, dags. 7. janúar 2021.
Beðið er eftir birtingu reglugerðar heilbrigðisráðuneytisins en hún mun verða birt innan skamms.