Hér neðar eru upplýsingar vegna Norðurlandamótsins næstu helgi í Ósló, keppendalisti, keppnisstaður, vigtun, hótel og fleira.
- Föstudagur 20. Maí. Rúta frá BSÍ sem fer kl. 5:20. Reiknað er með að allir fari með rútunni. Þeir sem fara ekki með rútunni LÁTA VITA AF ÞVÍ í síma 662 8055.
- Flug FI 318 í loftið kl. 7:50 og lent í Ólsló kl. 12:20
- Rúta frá flugvelli á hótelið (THON HOTEL ULLEVAAL STADION) í Ósló, er á 20 mín fresti. Hef ekki uppl. um kostnað í rútuna, gæti verið um 3-5000 Ísl. Kr.
- Keppni U17 og U20 er á laugardag og Seniorar á sunnudag. Það verða allir að vera með bæði blá og hvíta búninga.
- Gisting í Ósló kostar 800 Nkr á mann fyrir tvær nætur, sem greiðist á staðnum. Hafa með sér gjaldeyri eða greiða með korti
- Morgunmatur er innifalinn í gistingu en það þarf að hafa einhvern pening fyrir mat þessa tvo daga.
- Heimferð með FI 325 Sunnudagskvöldið 22. Maí k. 21:55 og lent í KEF kl. 22:35 (Hver og einn ákveður hvernig hann fer frá Keflavík, rúta eða einkabíll)
- Hér eru nánari upplýsingar um mótið, keppnisstaður, vigtun, gistin og fleira
- Keppendalisti 16. mai 2011
Minni svo alla á að mæta á síðustu sameigilegu æfinguna fyrir NM sem verður eins og venjulega kl. 18:30 á miðvikudag í JR.