Þann 29. janúar tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir. JSÍ hefur uppfært sóttvarnarreglur sínar samkvæmt reglugerðinni og má finna þær hér fyrir neðan.
Sóttvarnarreglur JSÍ 30.1.2022
Helstu atriði er snerta almenning og íþróttastarf í landinu:
- Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 50 manns
- 1 metra regla mun taka gildi í stað 2 metra reglu
- Grímuskylda mun gilda áfram og tekur mið af nándarreglu
- Fjöldatakmarkanir í íþróttum verða áfram 50 manns
- Það verður heimilt að hafa allt að 500 manns í hverju hólfi í áhorfendasvæðum á íþróttaviðburðum
- Sundstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði fá að taka á móti allt að 75% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi.