Á morgun miðvikudaginn 20. júlí fara þau Ingunn Sigurðardóttir, Logi Haraldsson og Viðar Oddsson til Trabzon í Tyrklandi ásamt Axeli Inga Jónssyni þjálfara og munu þau keppa þar á European Youth Olympic Festival eða EYOF leikunum sem haldnir eru annað hvert ár. Þetta er keppni fyrir 15 og 16 ára unglinga þ.e. þá sem eru fæddir 1996 og 1995 og er þetta í ellefta skipti sem þeir eru haldnir og höfum við Íslendingar tekið þátt í þeim flest skiptin. Þetta er gríðarsterkt mót og þeir sem hafa verið að vinna til verðlauna á því í gegnum tíðina hafa ekki löngu seinna verið farnir að setja svip sinn á stærri mót fullorðinna. Mótið hefst 23. júlí og stendur til 30. júlí. Ingunn keppir 27. júlí í -57 kg flokki og Logi -73 kg og Viðar -81kg daginn eftir. Hér er tengill á heimasíðu leikanna.