Norðurlandameistaramótið í Judo 2023 fór fram í Drammen, Noregi daganna 13-14 maí. Keppendur voru tæplega fimmhundruð, en Ísland átti 15 fulltrúa meðal keppenda.
Íslendingar unnu til fernra verðlauna á mótinu.
Egill Blöndal varð Norðurlandameistari í -100kg flokki karla. Egill keppti fimm viðureignir og sigraði þær allar. Í úrslitum mætti hann Kevin Nestor frá Svíðþjóð. Egill glímdi af öryggi og skoraði wasaari þegar um 30 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og dugði það Agli til sigurs.
Helena Bjarnadóttir vann til silfur verðlauna í -70kg flokki U18 stúlkna. Helena er einungis 15 ára gömul og er á fyrsta ári í U18 aldursflokki.
Karl Stefánsson vann til brons verðlaun í +100kg flokki karla og Ari Sigfússon vann til bronsverðlauna í -100kg flokki veterans.
Aðrir Íslenskir unnu ekki til verðlauna á mótinu en þeir sem náðu hvað lengst voru:
Romans Psengjis varð í 5.sæti í -66kg flokki U18 drengja.
Weronika Komendera varð í 5. Sæti í -57kg flokki U21 stúlkna
Aðalsteinn Björnsson varð í 7.sæti í -73kg flokki U18 drengja
Gísli Fannar Egilson varð í 7. Sæti -81kg flokki karla
Hér má sjá nánari úrslit mótsins:
Hér má sjá streymi frá mótinu: