Sveinbjörn Iura ákvað að keppa í dag á Opna Sænska (SWOP) þrátt fyrir að vera ekki alveg heill heilsu en hann fann fyrir slappleika stuttu eftir komuna til Boros. Sveinbjörn mætti Albert Fercher frá AUT sem er í 128 sæti heimslistans . Það var nokkuð ljóst að þetta yrði ekki auðveld glíma þar sem að Albert er sterkur júdómaður og hefur tvívegis verið í öðru sæti á þessu móti nú síðast 2010. Hann var í 5. sæti á Grand slam í Tokyo 2008 og vann Opna Breska 2009. Glíman var bæði jöfn og spennandi og það var ekki fyrr en um ein mínúta var eftir AUT komst inn í seoi-nage og skoraði wazaari og vann á því en áður hafði að Sveinbjörn fengið á sig shido. AUT tapar næstu viðureign gegn SUI og þar með var engin uppreisnarglíma hjá Sveinbirni. Hér má sjá 81kg flokkinn. Næsta verkefni hjá Sveinbirni er þátttaka á Opna Finnska í Helsinki eftir viku en þar mun Anna Soffía Víkingsdóttir -70kg flokki einnig keppa. Víkingur Víkingsson aðstoðar landsliðaþjálfari verður með þeim í för ásamt Yoshihiko Iura sem mun dæma á mótinu.