Ársþing Judosambands Íslands, það 52 í röðinni var haldið sunnudaginn 21. maí 2023 og hófst það kl. 11. Jóhann Másson formaður JSÍ setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Í opnunarávarpi sínu bað hann fundarmenn um að minnast Össurar Torfasonar sem lést í apríl. Össur var einn af stofnfélögum JSÍ.

Stofnfélagar JSÍ heiðraðir: F.v. Hafsteinn Pálsson, Jón Ögmundur Þormóðsson

Tveimur stofnfélögum JSÍ veitt gullmerki í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins. Þetta eru þeir Hafsteinn Pálsson og Jón Ögmundur Þormóðsson. Báðir voru þeir viðstaddir stofnfund JSÍ árið 1973. Hafsteinn var þá viðstaddur sem fulltrúi ÍSÍ. Hafsteinn hefur sitið í framkvæmdastjórn ÍSÍ frá árinu 1992 og hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum hjá ÍSÍ. Jón Ögmundur var viðstaddur stofnfundinn sem þingfulltrúi Judodeildar Ármanns, og sat í fyrstu stjórn JSÍ.

Gengið var til venjubundinnar dagskrár, kosið var í kjörbréfanefnd sem þegar tók til starfa og aðrar fastar nefndir þingsins og starfsmenn. Í kjörbréfanefnd voru kjörnir Jón Hlíðar Guðjónsson, Birgir D. Sigurjónsson Hans Rúnar Snorrason og. Í fjárhagsnefnd voru kjörnir Bergur Pálsson, Gísli Egilson og Daníela Rut Daníelsdóttir. Í laga og leikreglnanefnd vour kjörnir Bjarni Ásgeir Friðriksson, Eyjólfur Orri Sverrisson og Hans Rúnar Snorrason. Í alsherjarnefnd voru kjörnir Jón Hlíðar Guðjónsson, Sigmundur Kristmann Magnússon og Grétar Karlsson. Fundarstjóri var kjörinn Arnar Freyr Ólafsson varaformaður JSÍ og ritari Ari Sigfússon ritari JSÍ. Kjörbréfanefnd skilaði áliti sínu. Níu félög höfðu rétt á þingsetu með nítján fulltrúa en átta félög voru mætt með átján atkvæði. Júdódeild Þróttar Vogum skiluðu ekki inn kjörbréfum.

Fráfarandi stjórn gaf skýrslu og kynnti Jóhann Másson formaður JSÍ hana (sjá hlekk hér neðar).

Gísli Fannar Egilson kynnti ársreikning JSÍ. Ársreikningur var borinn upp til samþykktar og var samþykktur samhljóða. Stjórn JSÍ lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Gísli Fannar Egilson. kynnti tillöguna og var hún send til umfjöllunar í fjárhagsnefnd.

Fyrir þinginu lágu þrjár tillögur en nánari umfjöllun um nefndarálit, tillögur og atkvæðagreiðslur má sjá í fundargerð þingsins.

Kosningar í nefndir, stjórn JSÍ, varamanna í stjórn og skoðurnarmanna

Í aganefnd voru kosnir Teitur Sveinsson, Jón Egilsson og Víkingur Víkingsson. Til vara voru þeir Tryggvi Gunnarsson, Daníel Reynisson og Halldór Sveinsson.

Kosning stjórnar, varamanna í stjórn og skoðunarmanna

Jóhann Másson ávarpar fundarmenn

Á oddatölu ári eru formaður í kjöri auk tveggja stjórnarmanna. Að auki hefur Bjarni Skúlason sem kjörinn var til tveggja ára á þingi 2022 tilkynnt um brotthvarf úr stjórn af persónulegum ástæðum. Því þarf að kjósa nýjan fulltrúa til eins árs í stað Bjarna.

Jóhann Másson var einn í framboði til formanns og var hann kjörinn með lófataki.

Tveir aðalmenn í stjórn til tveggja ára. Ari Sigfússon og Ásgeir Erlendur Ásgeirsson gefa einir kost á sér. Kjörnir með lófataki.

Fulltrúi til eins árs í stað Bjarna. Stjórn gerir tillögu að Daníela Daníelsdóttir taki sæti sem aðalmaður til eins árs. Ekki koma aðrar tillögur. Daníela kjörin með lófataki.

Skoðunarmaður reikninga. Runólfur Gunnlaugsson er sjálfkjörinn skoðunarmaður reikninga og Gísli Jón Magnússon sjálfkjörinn varamaður.

Þingslit voru um 13:10

Skjöl

Árskýrsla JSÍ 2022

Fundargerð Ársþing 2023