Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Möltu 2023 og hefjast leikarnir 29. maí næstkomandi. Á leikunum verða tíu keppendur í judo en það eru Aðalsteinn Karl Björnsson, Árni Lund, Egill Blöndal, Gísli Fannar Egilson, Helena Bjarnadóttir, Karl Stefánsson, Kjartan Logi Hreiðarsson, Romans Psenicnijs, Skarphéðinn Hjaltason og Weronika Komendera. Flokkstjóri og þjálfarar verða Þormóður Á. Jónsson og Zaza Simonishvili. 

GSSE farar á síðustu æfingu fyrir bröttför. Á myndina vantar Karl Stefánsson og Romans Psenicnijs

Liðið flýgur út í leiguflugi til Möltu sunnudagsmorguninn 28. maí. Keppt verður í einstaklingskeppni þriðjudaginn 30. maí og í liðakeppni 1. júní. Heimför verður síðan sunnudaginn 4. júní. Spennandi verður að fylgjast með keppninni og sjá hvar við stöndum meðal annarra smáþjóða. Ef það verður hægt að fylgjast með mótinu munum við birta það hér.

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]