Um helgina, 18.-19. maí, verða spennandi námskeið og mót sem Judofélag Reykjanesbæjar heldur. Á laugardeginum frá klukkan 12:00 til 14:00 verður Gary Edwards að halda Master class fyrir U12 og eldri. Einnig verður haldin tæknikeppni fyrir aldurshópinn U8 og eldri frá 15:00 til 17:00.

Á sunnudeginum, 19. maí, stendur til að vera með Randori frá 13:00 til 15:00. Á tæknimótinu munu keppendur í mismunandi aldurshópum sýna fyrir fram ákveðin tækniatriði. Þátttakendur á aldrinum 8-9 ára munu framkvæma Ushiro-ukemi og Osoto-gari, 10-12 ára keppendur sýna Ushiro-ukemi, Mae-ukemi og Uki-goshi, 13-15 ára keppendur framkvæma De-ashi-harai til Osoto-gari með yfirfærslu í Kesa-Gatame, og keppendur 16 ára og eldri munu sýna frjálsa samsetningu af tveimur eða fleiri tæknum.

Í lok tæknimótsins verða veitt peningaverðlaun fyrir bestu frammistöðu í hverjum flokki.

Nánar um viðburðinn er hægt að lesa í meðfylgjandi auglýsingu.