JR hélt í gær sitt fyrsta Sumarmót en það er hugsað sem æfingamót fyrir 7-11 ára börn. Keppt var á tveimur völlum með styttri keppnistíma, og einn mótsstjóri og stigavörður ásamt einum dómara á hvorum velli. Keppendur voru 30 frá tveimur klúbbum, JR og UMFS, og raðað saman eftir aldri og þyngd. JR þakkar sérstaklega UMFS fyrir þátttökuna en Einar Ottó þjálfari þeirra hefur verið afar duglegur að koma með sína iðkendur á mót undanfarin ár og með mikinn fjölda.

Á heimasíðu JR má finna fleiri myndir ásamt stuttri videoklippu frá mótinu ásamt úrslitum.