Haustmót JSÍ, sem venjulega er haldið í Grindavík, fór fram 5. október í Reykjanesbæ. Mótið hófst kl. 12:00 og lauk kl. 16:00 með góðri dómgæslu og spennandi viðureignum. Keppendur voru 75 frá níu klúbbum í öllum aldursflokkum. JR sendi 30 keppendur og hlaut 16 gullverðlaun, 10 silfur og 3 brons. Grindavík og Ármann unnu þrjú gullverðlaun hvor, JRB, Selfoss og Tindastóll tvö, og JS eitt.