Afmælismót JSÍ 2025 yngri í U13 og U15 mun fara fram 8. febrúar og hefst kl 13:00. Mótsstaður Judofélag Reykjavíkur, Ármúla 17a

Keppt er í aldusflokkum U13, U15.

Mótinu var frestað um viku eða óákveðinn tíma en ákveðið var að skipta mótinu upp vegna fjölmennrar skráningar. Því verður keppt í U13 og U15 næstkomandi laugardag og keppni U18 og U21 verður auglýst síðar.

ATH! Mikilvægt er að skrá á ný í skráningarkerfi JSÍ og minnum á að þjálfarar ganga frá greiðslu samhliða skráningu. Keppendur og foreldrar greiða keppnisgjald til síns félags en ekki á reikning júdósambandsins.

Mótstilkynning.